Almennar fréttir - 06.01.2023
Um bókanir orlofshúsa 2023
Við viljum minna félagsfólk VR á að til að bóka orlofshús félagsins þarf að skrá sig inn á Mínar síður, annað hvort með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
Opnað verður fyrir bókanir á orlofshúsum VR sumarið 2023 og fram á mitt ár 2024 sem hér segir:
Þann 9. janúar 2023 kl. 19:00 verður opnað fyrir bókanir orlofshúsa sumarið 2023 (tímabilið 2. júní til 1. september 2023).
Þann 11. janúar 2023 kl. 10:00 verður opnað fyrir bókanir orlofshúsa fyrir þá sem leigðu orlofshús sumarið 2020, 2021 eða 2022.
Þann 18. janúar 2023 kl. 10:00 verður opnað fyrir bókanir sem ná yfir tímabilið 1. september 2023 til 31. maí 2024.
Á orlofsvef VR er að finna allar upplýsingar um orlofshús VR og tímabil. Til að bóka og greiða fyrir orlofshús eða aðra orlofsþjónustu VR þarf að skrá sig inn á Mínar síður. Hægt er að skrá sig með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Einnig er tekið við bókunum í þjónustuveri VR í síma 510 1700 frá kl. 19:00- 20:00, mánudaginn 9. janúar 2023.
Athugið að innskráning á Mínar síður VR frá kl. 16:00 - 23:00 mánudaginn 9. janúar leiðir notanda beint á orlofsvef VR en ekki verður hægt að sækja um aðra þjónustu hjá VR en að bóka orlofshús. Er þetta gert til þess að draga úr álagi á kerfið á meðan bókanir orlofshúsa standa yfir. Biðjumst við velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Vinsamlega athugið að orlofshús VR í Vestmannaeyjum verða ekki til útleigu um verslunarmannahelgina. Dvöl í orlofshúsunum verður meðal vinninga í könnun VR á Fyrirtæki ársins 2023.