Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
tjaldsvæði-2

Almennar fréttir - 09.09.2020

Tjaldsvæði VR lokar 14. september

Nú eru síðustu forvöð að njóta þess að gista á glæsilegu tjaldsvæði VR í Miðhúsaskógi þetta árið því svæðinu verður lokað frá og með mánudeginum 14. september nk.

Við opnum aftur þegar vorar á ný en minnum á að félagsmenn VR hafa aðgang að orlofshúsum víðs vegar um landið allt árið um kring, sjá nánar á orlofsvef VR.

Við þökkum félagsmönnum VR fyrir frábæra umgengni um svæðið í sumar.