Almennar fréttir - 02.03.2020
Tilkynning frá VR vegna COVID-19 veirunnar
VR tekur undir orð Alþýðusambands Íslands og vill beina þeim til félagsmanna sinna að launafólk sem sett er í sóttkví eða sem er að læknisráði gert að halda sig heima, er óvinnufært vegna sjúkdóms eða á hættu á því að verða óvinnufært vegna hans. Á þetta við um þá sem eru annað hvort sýktir af COVID-19 veirunni eða eru hugsanlegir smitberar hans. Þau forföll eru greiðsluskyld skv. ákvæðum kjarasamninga og laga.
Miðstjórn ASÍ mun fjalla nánar um stöðuna vegna veirunnar og viðbrögð við henni á miðstjórnarfundi næstkomandi miðvikudag.
Sjá frétt á vef ASÍ hér.
Nánari upplýsingar um veiruna má finna á vef landlæknis hér.