Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Almennar fréttir - 19.06.2017
Til hamingju með daginn!
19. júní er kvenréttindadagurinn en á þessum degi árið 1915 fengu íslenskar konur – 40 ára og eldri - kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Kosningaréttur kvenna var stórt skref í átt til jafnréttis karla og kvenna – en baráttunni er ekki lokið. Enn er munur á stöðu kynjanna á vinnumarkaði, ekki síst þegar kemur að launum. VR hefur barist fyrir jafnrétti karla og kvenna á vinnumarkaði undanfarin ár og áratugi og mun halda baráttunni áfram.
Við óskum konum í félaginu og um allt land til hamingju með daginn. Áfram konur !