Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
rvk-3.jpg

Almennar fréttir - 22.01.2020

Þriðji hver hlynntur framboði verkalýðshreyfingarinnar

Þriðjungur svarenda í könnun sem MMR gerði fyrir VR nýlega og sem formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, kynnti fyrir miðstjórn ASÍ í dag, er hlynntur því að verkalýðshreyfingin stofni stjórnmálaafl og bjóði fram í næstu alþingiskosningum. Nær einn af hverjum fjórum svarendum, eða 23%, sagði það líklegt að hann myndi kjósa þann flokk, ef hann byði fram.

MMR vann könnunina sem gerð var í spurningavagni meðal Álitsgjafa MMR, 18 ára og eldri, dagana 13. – 19. desember 2019. Alls bárust 1.040 svör sem voru vigtuð út frá upplýsingum um þýði frá Hagstofu Íslands. Sjá nánar í skýrslu með niðurstöðunum.