Asithing2024

Almennar fréttir - 18.10.2024

Þingi ASÍ lokið

46. þingi Alþýðusambands Íslands lauk síðdegis föstudaginn 18. október. VR átti um 90 sæti á þinginu en alls voru þingfulltrúar um 290 talsins. Samþykktar voru ályktanir um mörg mikilvæg hagsmunamál sem snerta launafólk um allt land, um vaxtaokur og verðtryggingu, auðlinda- og orkumál, þjónustu við samfélagið og samkeppnismál auk húsnæðismála svo eitthvað sé nefnt. Ályktarnir og önnur gögn má sjá á þingvef sambandsins.

Forysta sambandsins var sjálfkjörin. Finnbjörn A. Hermannsson var kjörinn forseti ASÍ. Fyrsti varaforseti var kosinn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður LÍV og VR, annar varaforseti var kjörin Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður Afls og þriðji varaforseti var kjörin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.