Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Almennar fréttir - 28.04.2023
Þingi ASÍ lokið
45. sambandsþingi Alþýðusambands Íslands lauk í dag, föstudaginn 28. apríl 2023.
Samþykktar voru ályktanir um lífeyrismál, húsnæðismál og velferð, efnahag, kjör og skatta, framtíð vinnumarkaðarins, jafnrétti og menntun auk kjaramála og vinnumarkað. Smelltu hér til að sjá þingskjöl og ályktanir.
Kosin var ný forysta, Finnbjörn A. Hermannsson var kjörinn forseti ASÍ og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var kjörinn 1. varaforseti. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags var kjörin í embætti annars varaforseta og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands var kjörinn þriðji varaforseti.