Almennar fréttir - 16.10.2024
Þing ASÍ hafið
46. þing Alþýðusambandsins hófst í morgun með ávarpi Finnbjörns A. Hermannssonar, forseta sambandsins. Fyrsti dagur þingsins er opinn almenningi og eru þar til umræðu mörg mikilvæg mál sem snerta hagsmuni launafólks. Sjá streymi á vef ASÍ hér.
Landssamband íslenzkra verzlunarmanna er með um 100 fulltrúa á þinginu, þar af eru um 90 fulltrúar frá VR.
Þingið er haldið á Hilton Nordica hótelinu og lýkur síðdegis á föstudag.