Almennar fréttir - 05.05.2021
Það er nóg til – áherslur ASÍ vegna Alþingiskosninga 2021
ASÍ hefur gefið út áherslur sínar vegna þingkosninga sem fara fram í haust. Þar er kallað eftir skýrri sýn stjórnmálaflokkanna á afkomutryggingu, atvinnuuppbyggingu og aðgerðum sem gagnast þeim landsvæðum og hópum sem verst hafa orðið úti. ASÍ segir í tilkynningu að launafólk geri kröfu um réttláta hlutdeild í verðmætum sem skapast við breytingar á vinnumarkaði, en um það snúist hugmyndafræðin um réttlát umskipti. Þegar ódýrara verður að framleiða vörur og þjónustu með nýrri tækni á það að skila sér í bættum kjörum og styttri vinnuviku.
Þá fer ASÍ fram á að þeir stjórnmálaflokkar sem bjóði sig fram til Alþingis skýri áform sín í húsnæðismálum en húsnæðisöryggi snúist um grundvallarréttindi.
Smelltu hér til að lesa nánar um áherslur ASÍ vegna þingkosninga í haust.