Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
tjaldsvæði-2

Almennar fréttir - 11.06.2020

Sumartilboð til félagsmanna VR

Í byrjun maí óskaði VR eftir tilboðum fyrir félagsmenn sína frá ferðaþjónustuaðilum og svörin stóðu ekki á sér. Fjölmörg tilboð bárust og hafa þau verið sett upp á tilboðssíðu fyrir félagsmenn, sjá hér.

Félagsmenn verða að skrá sig inn á Mínar síður til að nálgast afsláttarkóða, slóð eða aðrar leiðbeiningar til að geta nýtt sér tilboðin.
Hægt er að nýta uppsafnaðan rétt í sjóðum VR t.d. vegna orlofsgistingar, tómstundanámskeiða og líkamsræktar. Einnig geta VR félagar fengið niðurgreiðslu frá VR gegn framvísun kvittunar vegna leigu á ferðavögnum af viðurkenndum leiguaðilum. Umsókn um niðurgreiðslu á ferðavögnum er að finna á Mínum síðum undir „Meira“.

Félagsskírteini VR er staðfesting á aðild félagsmanns að félaginu. Það er rafrænt og aðgengilegt á Mínum síðum.

VR hvetur félagsmenn til að nýta sér tilboðin og ferðast innanlands í sumar!