Vr Amazon

Almennar fréttir - 26.11.2024

Styðjum starfsfólk Amazon

Stjórn LÍV, Landsambands ísl. verzlunarmanna, hvetur félaga í sambandinu til að sniðganga Amazon dagana 29. nóvember til 2. desember og senda þannig skýr skilaboð til eigenda Amazon um mikilvægi þess að starfsfólk njóti lágmarks mannréttinda og fyrirtækið virði þau sjálfsögðu réttindi starfsfólksins að stofna stéttarfélög til þess að berjast fyrir betri lífskjörum.

Rúmlega 80 samtök, þar á meðal samtök sem berjast fyrir réttindum launafólks, loftslagsmálum og gegn spillingu og skattasniðgöngu, ásamt þúsundum stuðningsaðila um allan heim hafa tekið höndum saman til þess að vekja athygli á framkomu Amazon með ýmsum aðgerðum. VR er aðili að LÍV sem tekur þátt í þessu alþjóðlegu átaki sem nú er haldið fimmta árið í röð. Samtök verslunarfólks um allan heim krefjast þess að Amazon komi fram við starfsfólk sitt af virðingu. LÍV beinir því til okkar allra að sniðganga Amazon í þessari stærstu verslunarviku ársins og láta fyrirtækið finna fyrir samtakamætti launafólks.

Frekari upplýsingar um átakið Make Amazon Pay og fréttir á vefsíðum LÍV og Uni Global.