Almennar fréttir - 11.10.2024
Stjórn VR samþykkir sniðgöngu á vörum og viðskiptum við Ísrael – yfirlýsing
Á rúmlega ári hefur innrás Ísraels í Palestínu kostað tugi þúsunda óbreyttra borgara lífið. Heil þjóð býr við ómanneskjulegar aðstæður á meðan yfirvöld í Ísrael virða ítrekað að vettugi alþjóðalög og eru fordæmd af alþjóðasamfélaginu. Innrásin teygir sig nú yfir fleiri landamæri og styttist í allsherjarstríð á svæðinu.
Stjórn VR rennur blóðið til skyldunnar og hefur ákveðið að taka fullan þátt í BDS sniðgöngu fyrir Palestínu. Að auki mun stjórn tryggja að sjóðir félagsins fjárfesti ekki í fyrirtækjum sem hagnast á ólöglegum landtökum. Stjórn VR skorar á stjórnvöld að beita sér af fullum þunga til að koma á friði.
Stjórn VR
9. október 2024