Almennar fréttir - 03.04.2025
Stjórn kýs varaformann og ritara
Á fyrsta fundi stjórnar VR eftir nýafstaðnar kosningar til forystu var kosið um varaformann og ritara. Á stjórnarfundinum 2. apríl var Ólafur Reimar Gunnarsson kosinn varaformaður og Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir ritari. Bæði hafa þau setið í stjórn í nokkur ár. Halla Gunnarsdóttir var kosin formaður í kosningunum í mars.
Fimm ný komu inn í stjórn félagsins í kosningunum, þrjú í aðalstjórn og tvö í varastjórn. Mikil breidd er í aldri stjórnarmanna, sá yngsti er fæddur árið 2003 og er fyrsti stjórnarmaður félagsins sem fæddur er á þessari öld. Elsti stjórnarmaðurinn varð sjötugur á síðasta ári. Tíu konur eru í stjórn eða varastjórn og átta karlar.