Almennar fréttir - 21.02.2023
Réttindi VR félaga í verkfalli og verkbanni
Vegna umræðu um áhrif verkbanns og verkfallsaðgerða í yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins vill VR benda félagsfólki sínu á að hvorki mögulegt verkbann SA né verkfall Eflingar ná yfir störf VR félaga. Félagsfólk VR á rétt á sínum launum, óháð því hvort starfsemi fyrirtækisins þar sem það starfar raskast eða það lokar vegna verkfalls Eflingar eða verkbanns SA sem tekur til starfa Eflingarfólks hjá fyrirtækinu.
VR vill ítreka að atvinnurekendum er ekki heimilt að óska eftir því að félagsfólk VR gangi í störf félagsfólks Eflingar meðan á verkfalli stendur. Það sama á við um verkbann.
Nánari upplýsingar veitir kjaramálasvið VR, kjaramal@vr.is