Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Bjartur1

Almennar fréttir - 20.04.2020

Rafrænn hádegisfyrirlestur – Óstöðvandi á óvissutímum

VR býður félagsmönnum sínum á rafrænan hádegisfyrirlestur miðvikudaginn 22. apríl frá kl.12.00 - 13.00. Fyrirlesturinn er framsettur á skemmtilegan og orkumikinn hátt og er fullur af fróðleik og hagnýtum aðferðum til að bæta frammistöðu, árangur og ánægju.

Í þessum rafræna fyrirlestri fer Bjartur Guðmundsson, leikari og árangursþjálfi hjá mannræktarfyrirtækinu Optimized Performance, yfir skemmtilega þætti sem snúa að virkni hugans og kennir aðferðir sem gera okkur ekki aðeins kleift að losna úr viðjum kvíða, heldur bókstaflega keyra okkur upp í topp tilfinningalegt ástand. Í því ástandi margfaldast líkamleg og andleg orka og við getum tekið hugrakkari og betri ákvarðanir eins og að finna leiðir til að sigrast á óvissu.

Fyrirlestrinum verður streymt kl. 12:00-13:00 þann 22. apríl en hann verður aðgengilegur til miðnættis þann 27. apríl á netinu.

Smelltu hér til að skrá þig!