Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Krossgotur3.Júní

Almennar fréttir - 02.06.2021

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Langar þig að hefja nám?

Stendur þú á krossgötum? Langar þig jafnvel að fara í nám en veist ekki alveg hvar þú átt að byrja? VR býður upp á áhugaverðan rafrænan hádegisfyrirlestur, fimmtudaginn 3. júní kl. 12:00-13:00. Í þessum fyrirlestri verður farið yfir hvernig við getum valið leiðina sem passar okkur best miðað við þann stað sem við erum á. 

Leiðbeinendur eru Helga Lind Hjartardóttir, náms- og starfsráðgjafi, Kristín Erla Þráinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Mími símenntun og Egill Einarsson, ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun. Helga Lind Hjartardóttir, náms- og starfsráðgjafi, fer yfir fyrstu skrefin og skoðar af hverju við erum á þeim stað sem við erum núna, hvað það var sem leiddi okkur þangað? Helga Lind fer yfir leiðir, verkfæri og möguleika sem gætu komið okkur af stað í að taka skrefið í rétta átt. Kristín Erla Þráinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Mími segir frá þeim námsleiðum sem eru í boði hjá Mími ásamt öðrum úrræðum. Síðast en ekki síst fer Egill Einarsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun yfir þau úrræði varðandi nám og námskeið sem eru í boði fyrir þá sem eru á atvinnuleysisbótum.

Markmiðið með fyrirlestrinum er að gefa góð ráð til þess að geta tekið ákvörðun um næstu skref og vita hvert hægt er að leita eftir aðstoð, miðað við aðstæður hvers og eins.

Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur út júlí 2021.

Þessi fyrirlestur verður með enskum texta.

Smelltu hér til að skrá þig!