Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Ingrid1

Almennar fréttir - 03.04.2020

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Hversu full er fatan þín?

VR býður félagsmönnum sínum á rafrænan hádegisfyrirlestur miðvikudaginn 8. apríl frá kl.12.00 - 13.00.
Í fyrirlestrinum verður lögð áhersla á góðar leiðir til að fylla á myndrænu fötuna sem geymir tilfinningar okkar og við tökum með okkur hvert sem við förum. Fatan fyllist af jákvæðum samskiptum eins og klappi á bakið, jákvæðum hugsunum, þakklæti eða fallegum orðum í okkar garð. Fatan okkar tæmist af neikvæðum samskiptum, neikvæðum hugsunum eða ómaklegri gagnrýni annarra.

Fyrirlesari er Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði og hefur mikla reynslu af þjálfun einstaklinga og hópa í aðferðum jákvæðrar sálfræði.

Fyrirlesturinn verður á rafrænu formi kl. 12:00-13:00 en hann verður aðgengilegur til miðnættis þann 8. apríl á vefnum.

Smelltu hér til að skrá þig!