Almennar fréttir - 27.03.2020
Rafrænn hádegisfyrirlestur – Hvatning á óvissutímum
VR býður félagsmönnum sínum á rafrænan hádegisfyrirlestur miðvikudaginn 1. apríl frá kl.12.00-13.00. Í fyrirlestrinum verður lögð áhersla á gagnlegar aðferðir við að takast á við óvissu og áskoranir. Hvernig getum við unnið með og breytt viðhorfum okkar og venjum til að ná fram okkar besta þegar máli skiptir?
Fyrirlesari er Jóhann Ingi Gunnarsson en hann er sálfræðingur og hefur áratuga reynslu af klínískri vinnu með einstaklinga auk þess sem hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir bæði hér heima og erlendis. Einnig má nefna að hann hefur lengi starfað á vettvangi íþrótta, t.d. sem þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta ásamt því að vera andlegur styrktarþjálfari okkar fremsta íþróttafólks.
Fyrirlesturinn verður á rafrænu formi kl. 12:00-13:00 en hann verður aðgengilegur til miðnættis þann 7. apríl á vefnum.