Almennar fréttir - 05.03.2025
Rafrænir fyrirlestrar á Mínum síðum
Á Mínum síðum á vr.is geta VR félagar horft á ýmsa áhugaverða fyrirlestra. VR leggur áherslu á að bjóða upp á fyrirlestra sem gagnast félagsfólki til að bæta vellíðan, ná árangri í starfi eða auka færni sína á ýmsum sviðum. Gott er að fylgjast með viðburðadagatalinu á vr.is.
Á Mínum síðum má horfa á eftirfarandi fyrirlestra:
- Hvernig veit ég hvað er satt? - Elsa Haraldsdóttir
- Gerum lífið léttara með gervigreind - Birna Dröfn Birgisdóttir
- Netöryggisvitund - Sigurður Gísli Bjarnason
Allir fyrirlestrar eru textaðir á ensku.