Garri Skrifstofa 2

Almennar fréttir - 16.09.2024

Rafrænir fyrirlestrar á Mínum síðum

Á Mínum síðum á vr.is geta VR félagar horft á ýmsa áhugaverða fyrirlestra. VR leggur áherslu á að bjóða upp á fyrirlestra sem gagnast félagsfólki til að bæta vellíðan, ná árangri í starfi eða auka færni sína á ýmsum sviðum. Gott er að fylgjast með viðburðadagatalinu á vr.is en flestir fyrirlestrar eru einungis aðgengilegir á Mínum síðum fram að áramótum.

Á Mínum síðum má horfa á eftirfarandi fyrirlestra:

  • Stefna í báðar áttir – gagnkvæm inngilding – Jasmina Vajzovic
  • Á ég spara eða greiða niður lánin mín? – Jón Jósep Snæbjörnsson
  • Við höfum öll áhrif – Sigríður Indriðadóttir
  • Fjárhagsleg heilsa 2024 – Björn Berg Gunnarsson

Allir fyrirlestrar eru textaðir á ensku.