Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Almennar fréttir - 05.10.2023
Rafrænir fyrirlestrar á Mínum síðum
Á Mínum síðum á vr.is geta VR félagar horft á ýmsa áhugaverða hádegisfyrirlestra. VR leggur áherslu á að bjóða upp á fyrirlestra sem gagnast félagsfólki til að bæta vellíðan, ná árangri í starfi eða auka færni sína á ýmsum sviðum. Gott er að fylgjast með viðburðadagatalinu á vr.is en flestir fyrirlestrar eru einungis aðgengilegir á Mínum síðum í 30 daga eftir birtingu.
Á Mínum síðum má horfa á eftirfarandi fyrirlestra:
- Stytting vinnuvikunnar - Victor Karl Magnússon
- Sjálfbærni og hamingjan - Snjólaug Ólafsdóttir
- Lífeyrisréttindi á mannamáli - Jóney Hrönn Gylfadóttir
- Stafræna hæfnihjólið - Sandra Ósk Jóhannsdóttir
Allir fyrirlestrar eru textaðir á ensku.