Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
vr_logo-2.jpg

Almennar fréttir - 05.07.2018

Persónuverndaryfirlýsing VR vegna nýrra laga

VR hefur gefið út persónuverndaryfirlýsingu vegna nýrra laga um persónuvernd nr. 90/2018 en lögin taka gildi á Íslandi þann 15. júlí nk. Ný persónuverndarlöggjöf tók gildi í ríkjum Evrópusambandsins þann 25. maí sl.

Með lögunum er réttur einstaklings yfir eigin persónuupplýsingum aukinn en einstaklingurinn hefur þannig rétt á að vita hverjir vinna upplýsingar um hann, hvenær og í hvaða tilgangi upplýsingarnar eru notaðar.

Persónuverndaryfirlýsing VR greinir frá því hvernig félagið stendur að söfnun, skráningu, vinnslu, vistun og miðlun persónugreinanlegra upplýsinga um félagsmenn sína og einstaklinga sem heimsækja vef félagsins www.vr.is.

Á vef félagsins eru notaðar svokallaðar vafrakökur til að telja heimsóknir á vefinn og til þess að þekkja þá notendur sem koma aftur á vefinn. Það er stefna VR að lágmarka notkun á vafrakökum en notendur vefsins geta stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. Nánar má lesa um notkun á vafrakökum hér.