Almennar fréttir - 15.01.2025
Opið fyrir umsóknir orlofshúsa
Opnað hefur verið fyrir umsóknir orlofshúsa fyrir sumarið 2025 og verður opið fyrir umsóknir til 27. febrúar.
Ekki skiptir máli hvenær á tímabilinu félagsfólk sækir um, það á allt jafn mikla möguleika á að vera dregið út. Félagsfólk sem fær úthlutað orlofshúsi hefur tvær vikur til að ganga frá greiðslu í gegnum Mínar síður. Sama regla verður viðhöfð og áður að félagsfólk sem hefur tekið orlofshús á leigu einhvern tímann síðustu þrjú sumur getur ekki sótt um á tímabilinu.
Þegar gengið hefur verið frá greiðslum fyrir úthlutun verður orlofseignum sem ekki fóru í útleigu aftur úthlutað þann 18. mars. Séu orlofshús laus eftir að úthlutun lýkur getur félagsfólk sótt um þau hús.
Hér má sjá nánar um úthlutunarreglur og skilmála leigu orlofshúsa.