Almennar fréttir - 21.09.2018
Nýtt VR blað er komið út!
Þriðja tölublað VR blaðsins er komið út og er því dreift um allt land með Fréttablaðinu. Magnús L. Sveinsson, fyrrverandi formaður VR, ræðir við ritstjóra VR blaðsins um komandi kjarabaráttu en Magnús man svo sannarlega tímana tvenna í þeim efnum.
Mikil aukning hefur átt sér stað í sjúkrasjóði VR á undanförnum árum og er farið yfir stöðuna í blaðinu.
Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur hjá Heilsuborg og Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir hjá Heilsuborg, fjalla um mikilvægi þess að sofa og hvílast vel í grein sinni „Skipuleggur þú líf þitt á nóttunni?“
Þá fjallar Dr. Ólafur Þór Ævarsson um ábyrgð vinnuveitenda, eigenda og stjórnenda þegar kemur að kulnun í starfi.
Skoðanakönnun meðal félagsmanna VR leiðir í ljós að fjórði hver er of þreyttur í lok vinnudags. Ítarlega er farið yfir könnunina í blaðinu.
Fyrir hverja er VR? Svörin við því er að finna í þessu nýjasta tölublaði VR blaðsins. Stútfullt blað af frábærum fróðleik, ekki missa af því!
Athugið að krossgátan verður á sínum stað í jólablaði VR blaðsins.
- Smelltu hér til að skoða blaðið.
- Viltu fá blaðið sent á rafrænu formi um leið og það kemur út? Skráðu þig fyrir rafrænu eintaki hér.