Almennar fréttir - 19.01.2018
Nýr kynningarvefur um sjálfboðaliðastarfsemi opnaður
ASÍ hefur opnað kynningarvef fyrir erlent fólk sem hyggst koma hingað til lands til sjálfboðastarfa, volunteering.is. Verkalýðshreyfingin hvetur fólk til að kynna sér vinnumarkaðinn á Íslandi, en sjálfboðaliðastörf eru hluti af mannúðar- og sjálfboðaliðastarfsemi sem eru ekki hluti af hinum almenna vinnumarkaði á Íslandi. Ekki er leyfilegt að semja um lægri kjör en gildandi kjarasamningar segja til um. Verkalýðshreyfingin vill einnig vekja athygli á því lögbroti sem felst í því að skipta starfsfólki út fyrir sjálfboðaliða á hinum almenna vinnumarkaði.
Á nýja kynningarvefnum er að finna upplýsingar á ensku um íslenskan vinnumarkað, gildandi kjarasamninga á landinu auk upplýsinga um eðli sjálfboðaliðastarfsemi á Íslandi.