Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Almennar fréttir - 11.12.2023
Nýr ábendingahnappur á vef VR
VR hefur opnað ábendingahnapp á forsíðu vr.is þar sem félagsfólk getur sent nafnlausar ábendingar til félagsins leiki grunur á að brot séu framin á starfsfólki á vinnustað. Æskilegt er þó að skrá netfang svo hægt sé að fylgja ábendingum eftir. Vinnustaðaeftirlit VR hefur umsjón með ábendingunum. Fullum trúnaði er heitið.
Þá bendum við á að einnig er hægt að senda erindi á félagið í tölvupósti, hafa samband í vefspjalli á vr.is eða hringja í síma 510 1700. Þá er félagsfólk velkomið til að koma til okkar á skrifstofur félagsins á opnunartíma alla virka daga.