Almennar fréttir - 20.12.2018
Nýjar auglýsingar frá VIRK vekja athygli
VIRK starfsendurhæfingarsjóður ýtti úr vör nýverið forvarnarverkefni undir yfirskriftinni „Er brjálað að gera?“ og hafa nú þegar birst auglýsingar í sjónvarpi og á vefmiðlum.
Verkefninu er ætlað að styðja við starfsmenn og stjórnendur til að sporna við brotthvarfi af vinnumarkaði vegna heilsubrests, að því er kemur fram á vef VIRK. Þá er starfsendurhæfingarsjóðurinn einnig að undirbúa rannsókn sem miðar að því að greina þá þætti sem hafa áhrif á endurkomu til vinnu eftir veikindafjarveru. Samkvæmt upplýsingum á vef VIRK er vonast til að hægt sé að nýta niðurstöður rannsóknarinnar til að fyrirbyggja brotthvarf af vinnumarkaði.
Nánari upplýsingar má finna á velvirk.is og hægt er að horfa á auglýsingar VIRK hér.