Almennar fréttir - 24.05.2024
Niðurstöður kosningar til Ungliðaráðs VR
Kosningu til Ungliðaráðs VR, sem stóð frá 21. maí til hádegis í dag, föstudaginn 24. maí 2024, er nú lokið. Samkvæmt reglum Ungliðaráðs voru tvær konur og einn karl kjörin. Þau sem kosin voru eru Lára Portal, Sarah Mohammedi og Tómas Guðni Sigurðarson. 15 voru í framboði.
Þá hefur stjórn VR skipað þrjú í Ungliðaráð en þau eru Andrea Rut Pálsdóttir, Mateusz Gabríel Kowalczyk Róbertsson og Þorvarður Bergmann Kjartansson. Jöfn kynjaskipting skal vera í ráðinu.
Niðurstöður eru sem hér segir:
- Lára Portal fékk atkvæði 25,3% þeirra sem tóku þátt
- Sarah Mohammedi fékk atkvæði 24,9% þeirra sem tóku þátt
- Tómas Guðni Sigurðarson fékk atkvæði 14,7% þeirra sem tóku þátt
Atkvæði greiddu 293. Á kjörskrá voru 16.211. Kosningaþátttaka var því 1,8%.