Almennar fréttir - 03.04.2025
Niðurstöður kosninga til Öldungaráðs VR
Kosningum til Öldungaráðs VR, sem stóðu frá 31. mars til hádegis í dag, fimmtudaginn 3. apríl 2025, er nú lokið. Þau sem kosin voru í Öldungaráð VR kjörtímabilið 2025-2027 eru Steinar Viktorsson, Hafdís Erla Kristinsdóttir, og Erla Halldórsdóttir, en auk þeirra eru þau Halldór Þór Wium Kristinsson og Inga Þyri Kjartansdóttir varamenn í Öldungaráði. 11 voru í framboði.
Niðurstöður eru sem hér segir:
Steinar Viktorsson fékk atkvæði 35% þeirra sem tóku þátt
Hafdís Erla Kristinsdóttir fékk atkvæði 26% þeirra sem tóku þátt
Erla Halldórsdóttir fékk atkvæði 25% þeirra sem tóku þátt
Til vara:
Halldór Þór Wium Kristinsson fékk atkvæði 22% þeirra sem tóku þátt
Inga Þyri Kjartansdóttir fékk atkvæði 21% þeirra sem tóku þátt
Atkvæði greiddu 376. Á kjörskrá voru 4042. Kosningaþátttaka var því 9,3%.
Stjórn VR mun skipa þrjú til viðbótar í Öldungaráð.