Almennar fréttir - 16.04.2024
Niðurstöður atkvæðagreiðslu um sérkjarasamning innanlandsflugs Icelandair
Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan sérkjarasamning VR og LÍV við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd innanlandsflugs Icelandair liggja nú fyrir.
Á kjörskrá voru 51 félagi innan Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og voru 21 sem kusu í atkvæðagreiðslunni. Já sögðu 15, eða 71,43%, nei sögðu 5 eða 23,81% og 1 tók ekki afstöðu eða 4,76%.
Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð frá fimmtudeginum 11. apríl 2024 og til hádegis í dag þriðjudaginn 16. apríl. Kosningarétt hafði allt félagsfólk VR sem starfar samkvæmt þessum samningi.