Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
mobile2.jpg

Almennar fréttir - 07.10.2020

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfall hjá Rio Tinto

Stéttarfélög starfsmanna Rio Tinto á Íslandi hf. luku í dag atkvæðagreiðslu um boðun verkfalla til að knýja á um nýjan kjarasamning. Félagsmenn VR felldu boðun verkfalla á jöfnu en fimm sögðu já, fjórir sögðu nei og einn tók ekki afstöðu. Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þarf meirihluta greiddra atkvæða til að samþykkja verkfall.

Félagsmenn í fimm af sex stéttarfélögum samþykktu að boða til verkfalla með yfirgnæfandi meirihluta, þ.e. félagsmenn Félags rafeindavirkja, Félags íslenskra rafvirkja, FIT, VM og Hlífar.