Vr Utsynismyndir 6

Almennar fréttir - 23.12.2024

Netárás á hýsingaraðila VR

VR hefur verið upplýst um netárás á fyrirtækið Wise sem veitir VR þjónustu á sviði vinnslu og hýsingar tölvugagna. Samkvæmt upplýsingum frá Wise var öryggisáætlun fyrirtækisins virkjuð um leið og vart varð við árásina og er unnið í samræmi við hana, m.a. með aðstoð sérfræðinga frá netöryggisfyrirtækinu Syndis. Sjá nánar frétt á vefsíðu Wise. VR hefur tilkynnt Persónuvernd um atvikið í samræmi við lög.

Wise er vottað samkvæmt alþjóðlegum öryggisstöðlum og sú þjónusta sem VR nýtir hjá Wise lýtur að fjárhagskerfum félagsins. Wise hýsir persónugreinanleg gögn frá VR sem lúta einkum að bankafærslum milli VR og einstaklinga, greiðslum úr sjóðum VR, þar með talið úr Sjúkrasjóði VR. Árásaraðilar komust mögulega yfir gögn sl. fjögurra ára. Þau gögn sem gætu varðað félagsfólk VR eru kennitölur, bankaupplýsingar og fjárhæðir, en ekki er um aðrar persónuupplýsingar að ræða, til dæmis um heilsufar félagsfólks.
VR mun áfram fylgjast með þróun mála og og veita upplýsingar um stöðuna þegar þær liggja fyrir.