Almennar fréttir - 31.03.2023
Námskeið fyrir félagsfólk VR - Álag - áhrif á líðan, skynjun og samskipti
VR býður upp á áhugavert námskeið um streitu þriðjudaginn, 4. apríl kl. 9:00- 10:30. Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir og eigandi Á heildina Litið, fjallar um hvernig álag, áföll, viðbrögð við öðrum og umhverfinu hafa áhrif á lífeðlisfræði og líðan. Fjallað verður um mikilvægi tengsla fyrir tilveru okkar og þá þætti sem geta haft mikil áhrif á samskiptin sem við eigum við aðra. Hún mælir með því sjálf að mæta á staðnámskeiðið þar sem hún ræðir og sýnir hvernig skynjun og samskipti breytast við álag.
Námskeiðið verður haldið í sal VR, 0. hæð í Húsi verslunarinnar Kringlunni 7 en einnig er hægt að vera með rafrænt í gegnum Teams. Enn eru nokkur sæti laus á staðnámskeið og er morgunverður í boði fyrir þau sem koma. Tvö sæti eru laus rafrænt en þar eru fjöldatakmarkanir einnig þar sem gert er ráð fyrir virkni og þátttöku allra þátttakenda, hvort sem þeir eru á stað eða með rafrænt.