Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vr Myndabanki 2019 1 D 12

Almennar fréttir - 03.06.2021

Náms- og starfsráðgjöf – fyrir fólk á vinnumarkaði

VR býður félagsfólki sínu rafræna náms- og starfsráðgjöf í júní.

Mikil þróun er á störfum á vinnumarkaði í dag og nú gæti verið góður tími til þess að staldra við og taka stjórn á eigin starfsþróun. Hefur þú áhuga á að bæta við þig þekkingu um ákveðið viðfangsefni en veist ekki alveg hvar er best að byrja? Stundum er gott að spjalla við einhvern um hvert þú vilt stefna með þína starfsþróun. Náms- og starfsráðgjafar veita ráðgjöf um áhugasvið og styrkleika ásamt ýmsu fleiru.

Náms- og starfsráðgjafar veita ráðgjöf um

  • áhugasvið
  • styrkleika
  • atvinnuleit
  • skipulag
  • markmið
  • tímastjórnun
  • nám og störf sem í boði eru hverju sinni.

Hægt er að bóka tíma með því að senda tölvupóst á netfangið namsogstarfsradgjof@vr.is. Hér gildir fyrstur kemur fyrstur fær.