Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Almennar fréttir - 26.09.2017
Næstu hádegisfyrirlestrar VR
Hádegisfyrirlestrar VR haustið 2017 hefjast nk. fimmtudag, 28. september þegar Ingvar Jónsson segir okkur allt um litróf hugans. Hvaða litur er best að vera? Af hverju á gult fólk erfitt með að umbera græna, af hverju eru rauðir svona miklar dramadrottningar og bláir svona miklir sjálfvitar.
Í hádegisfyrirlestri 19. október nk. munu Gerður Björk Guðjónsdóttir og Þór Egilsson starfsmenn LIVE fara yfir lífeyrismál á mannamáli.
Fyrirlestrarnir eru félagsmönnum að kostnaðarlausu og eru haldnir í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið er upp á léttar veitingar.
Sjá nánari upplýsingar og skráning hér