Vr Fyrirtaeki Arsins 2024 A

Almennar fréttir - 06.11.2024

Nærð þú í besta starfsfólkið?

VR hefur staðið fyrir könnuninni Fyrirtæki ársins í meira en aldarfjórðung. Könnunin er gerð árlega meðal starfsfólks fjölda fyrirtækja á almennum vinnumarkaði og liggur viðhorf starfsfólks til grundvallar vali á Fyrirtæki ársins á hverju ári.

Fyrirtæki sem standa sig vel í könnuninni geta nýtt sér niðurstöðurnar í samkeppni um hæfasta starfsfólkið. Vinnustaðir sem hafa fengið viðurkenningu fyrir vandaða stjórnarhætti og þar sem starfsfólki líður vel eru eftirsóttari en aðrir. Og vinnustaðir sem teljast eftirsóknarverðir geta valið úr hæfasta starfsfólkinu. Þetta á við um þau fyrirtæki sem hljóta viðurkenningu fyrir almennan árangur með því að vera meðal efstu fyrirtækja í könnuninni. Þetta á líka við um þau fyrirtæki sem hljóta aukaverðlaun, annað hvort Fræðsluviðurkenningu VR eða nafnbótina Fjölskylduvænasta fyrirtækið.

  • Rannsóknir sýna að starfsfólk leggur æ meiri áherslu á sveigjanleika í starfi og mikilvægi þess að samræma vinnu og einkalíf. Verður þitt fyrirtæki útnefnt Fjölskylduvænasta fyrirtækið 2025?
  • Tækniframfarir, til dæmis á sviði gervigreindar, munu breyta vinnumarkaðnum eins og við þekkjum hann í dag. Það hefur því aldrei skipt meira máli fyrir stjórnendur að tryggja að starfsfólk fái tækifæri til að sinna nauðsynlegri sí- og endurmenntun. Hlýtur þitt fyrirtæki Fræðsluviðurkenningu VR 2025?

Val á Fyrirtækjum ársins er alltaf í höndum starfsfólksins, ekki í höndum fyrirtækjanna, VR eða Gallup. Það hefur því raunverulega vigt að fá viðurkenninguna Fyrirtæki ársins eða Fyrirmyndarfyrirtæki ársins og þau fyrirtæki sem skara fram úr eru sannanlega með ánægðara starfsfólk.

Ætlar þitt fyrirtæki að vera með í Fyrirtæki ársins 2025? Skráðu þig og þitt fyrirtæki hér og við verðum í sambandi þegar nær dregur.