Almennar fréttir - 20.01.2021
Náðu árangri – Rafrænn hádegisfyrirlestur
VR býður upp á hvetjandi hádegisfyrirlestur frá Ásdísi Hjálmsdóttur, fyrrum spjótkastara, fimmtudaginn 21. janúar kl. 12:00-13:00.
Þegar Ásdís Hjálmsdóttir var 10 ára gömul tilkynnti hún fjölskyldu sinni hátíðlega að hún ætlaði á Ólympíuleika. Í dag er hún íþróttakona á heimsmælikvarða, hefur sett Íslandsmet í spjótkasti og farið á fjölda stórmóta.
Í þessum fyrirlestri mun Ásdís deila sinni reynslu og þeim aðferðum sem hún nýtti sér til að ná framúrskarandi árangri, komast á þrenna Ólympíuleika og klára doktorspróf samtímis. Hún mun tala um hvernig við getum orðið besta útgáfan af okkur, mikilvægi rétts hugarfars, góðrar heilsu og hvernig við getum sett okkur markmið og náð þeim.
Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, 21. janúar kl. 12:00-13:00 og opinn út þann dag á hlekknum www.vr.is/streymi en fer svo inn á Mínar síður VR og verður aðgengilegur þar í 30 daga.
Fyrirlesturinn verður með enskum texta.
Dagskrá vorannar er sneisafull af spennandi efni. Smelltu hér til að skoða viðburðardagatalið.