Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Þriðjavaktinbanner

Almennar fréttir - 08.03.2022

Morgunverðarfundur VR um þriðju vaktina

VR efnir til morgunverðarfundar í tilefni af vel heppnaðri auglýsingaherferð félagsins um þriðju vaktina. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 15. mars frá kl. 9:00-11:00 á Hilton Reykjavík Nordica. Húsið opnar kl. 8:30 með morgunverði og fundurinn hefst
kl. 9:00.

Fundarstjóri verður Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingiskona.

Dagskrá:

  • 9:00 - Fundur hefst
  • 9:20 - Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson, kennari og MA í kynjafræði -
    „Hann er samt svo duglegur“ - Þriðja vaktin og jafnrétti
  • 9:50 - Alma Dóra Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi HEIMA fjallar um HEIMA, smáforrit sem sér um skipulag og hugræna byrði heimilisins
  • 10:10 - Gunnar Þór Arnarson, frá Hvíta húsinu ræðir auglýsingaherferð VR um þriðju vaktina
  • 10:30 - Pallborð.

Fundurinn verður einnig aðgengilegur í streymi.

Smelltu hér til að skrá þig!