Almennar fréttir - 26.03.2019
Lögfræðingur ASÍ kjörinn í stjórn ILO
Magnús M. Norðdahl hrl., lögfræðingur ASÍ var þann 18. mars sl. kjörinn í stjórn Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) fyrstur Íslendinga. Magnús var tilnefndur af norræna verkalýðssambandinu, NFS, studdur af alþjóðasambandi verkafólks, ITUC og einróma kjörinn af fulltrúum alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar til þessa embættis.
Magnús hefur verið fulltrúi íslenskrar verkalýðshreyfingar á þingum ILO sl. 20 ár og tekið þátt í fjölmörgum samninganefndum á vettvangi stofnunarinnar. Hann leiddi m.a. slíka nefnd f.h. verkafólks á árinu 2016.
Stjórn ILO kaus Magnús einróma þann 25. mars, skv. tilnefningu verkafólks, sem aðalfulltrúa í þessa nefnd en Ísland hefur aldrei áður átt fulltrúa í henni.