Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vr Myndabanki Kronan Vefur

Almennar fréttir - 15.05.2019

Launarannsókn VR birt í fyrsta skipti

English below

Heildarlaun félagsmanna VR voru 652 þúsund krónur að meðaltali í febrúar 2019 en miðgildi heildarlauna var 600 þúsund. Grunnlaun voru að meðaltali 644 þúsund en miðgildi grunnlauna var 591 þúsund. Þetta er niðurstaða launarannsóknar VR á launum í febrúar. Sjá launarannsókn VR febrúar 2019.

Launarannsókn VR byggir á niðurstöðum í reiknivélinni Mín laun á Mínum síðum á vef félagsins. Félagsmenn skrá starfsheiti sitt og vinnutíma í reiknivélina og fá birtan samanburð sinna launa við félagsmenn í samskonar starfi. Miðað er við að lágmarki 60% starfshlutfall sem reiknað er upp í fullt starf og er allur samanburður því á grundvelli a.m.k. 100% starfshlutfalls. Launarannsókn fyrir febrúar 2019 byggir á tæplega 11 þúsund skráningum en félagsmenn VR í þeim mánuði voru um 36 þúsund.

Launareiknivélin á Mínum síðum á vef VR hefur verið í þróun í tæp þrjú ár en þetta er í fyrsta skipti sem niðurstöður hennar eru birtar. Markmið með hönnun á launareiknivélinni var að hún tæki við af launakönnun VR en félagið hefur staðið fyrir árlegri könnun á launakjörum félagsmanna sinna í tvo áratugi. Í ljósi þess að nú eru birtar niðurstöður af Mínum síðum var ekki gerð launakönnun árið 2019.

Launarannsókn VR sýnir grunn- og heildarlaun eftir starfsstéttum, óháð atvinnugreinum, sem og starfsstéttum innan atvinnugreina. Laun eru birt ef sex eða fleiri félagsmenn hafa skráð viðkomandi starfsheiti í launareiknivélina á Mínum síðum og er það í samræmi við það sem gert hefur verið í launakönnun VR og launakönnunum annarra stéttarfélaga undanfarin ár. Við bendum á mikilvægi þess að skoða fjórðungsmörk og miðgildi launa í töflunum.

Útreikningur launa byggir á félagsgjöldum, þ.e. eingöngu þeim launum sem greidd eru félagsgjöld af. Inni í birtum launatölum eru þannig ekki ökutækjastyrkir, dagpeningar eða aðrar slíkar greiðslur. Grunnlaun eru reiknuð á grundvelli heildarlauna og yfirvinnutíma sem félagsmenn skrá í reiknivélina, ef svo ber undir.

Laun eru birt eftir starfsheitum sem byggja á starfsheitaflokkun úr launakönnun VR. Hið sama á við um flokkun atvinnugreina sem byggir á atvinnugreinaflokkun ÍSAT, en er aðlöguð að þörfum VR og er í samræmi við þá flokkun sem tíðkast hefur í launakönnun VR undanfarin ár.

Heildarlaun og grunnlaun fyrir allan hópinn (þ.e. launatölurnar sem birtar eru í fyrstu málsgrein hér að ofan) eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og atvinnugreinar til að endurspegla samsetningu félagsins. Aðrar launatölur eru óvigtaðar.

 

VR‘s Wage Research published for the first time

The average total wages for VR members in February 2019 were ISK 652.000 with a median of ISK 600.000. The average basic wages that month were ISK 644.000 with a median of ISK 591.000. This is according to VR‘s new Wage Research (Launarannsókn VR) which has replaced our annual Wage Survey.

The calculations for the Wage Research‘s wage amounts are based on paid union dues, i.e. only the wages members pay their dues off. The Basic wages are calculated on the basis of the total wages and any overtime that members record in the wage calculator form on VR‘s My Pages.