Almennar fréttir - 29.04.2022
Launahækkun og hagvaxtarauki 2022
Samið var í síðustu kjarasamningum, í fyrsta skipti, um viðauka sem tæki mið af stöðu hagkerfisins. Með þessu móti myndi launafólk fá fasta krónutölu í launahækkun á mánaðarlaun sín ef ákveðin hagvaxtarauki næðist. Til þess að hagvaxtaraukinn virkjist þurfti hagvöxtur á mann að verða meiri en 1%. Fyrir árið 2021 hækkaði hagvöxtur á mann um 2,53% milli ára. Þar með var félagsfólki VR tryggð hækkun á lágmarkstaxta VR á mánuði um 10.500 kr. og hækkun á almenn laun um 7.875 kr. á mánuði skv. kjarasamningi.
Samið var um að hækkunin kæmi til greiðslu 1. maí og því hækka taxtar og mánaðarlaun frá 1. apríl.
Auk þess viljum við benda á að laun skv. kjarasamningum VR hækkuðu frá og með 1. janúar sl. Taxtalaun hækkuðu þá um 25 þús. kr. á mánuði og almenn hækkun á mánaðarlaun var 17.250 kr. miðað við fult starf.