Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Undirritunisal

Almennar fréttir - 24.06.2021

Kynningarfundur um kjarasamning ÍSAL

Kynningarfundur um nýjan kjarasamning stéttarfélaganna við Rio Tinto verður haldinn í dag fimmtudaginn 24. júní, í Hraunseli, Flatahrauni 3, 220 Hafnarfirði. Fundurinn hefst kl. 16:30.

Kynntur verður samningur sem gildir frá 1. júní 2021 til ársloka 2026.
Fundinum verður streymt á vef verkalýðsfélagsins Hlífar. Jafnframt verða kynningarglærur og upptaka af fundinum aðgengileg á vefnum eftir fundinn.

Atkvæðagreiðsla um samninginn verður rafræn. Hún hefst kl. 12:00, föstudaginn 25. júní nk. og lýkur klukkan 10:00, mánudaginn 5. júlí 2021. Hlekk á atkvæðagreiðsluna verður að finna í frétt á vef VR „Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Ísal.“

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna allra félaganna sem aðild eiga að samningunum fer fram á skrifstofu Verkalýðsfélagsins Hlífar að Reykjavíkurvegi 64, 220 Hafnarfirði, frá kl 13:00 föstudaginn 25. júní og lýkur föstudaginn 2. júlí kl. 12:00. Hægt er að greiða atkvæði á skrifstofutíma.