Almennar fréttir - 11.03.2019
Kosningar til stjórnar VR 2019-2021
Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs stjórnar VR, 2019-2021, skv. 20 gr. laga félagsins, hófst kl. 09.00 í morgun, mánudaginn 11. mars, og lýkur kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 15. mars.
Atkvæðagreiðslan er rafræn, smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.
Valið er á milli 13 frambjóðenda til stjórnar VR. Merkja skal við mest 7 frambjóðendur í stjórnarkosningum.
Hvernig þú kýst stjórn VR
1.Smelltu á „Kosið um stjórn 2019-2021" á www.vr.is
2.Skráðu þig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum
3.Atkvæðaseðill opnast með upplýsingum um hvernig þú átt að kjósa
Ef þú hefur ekki Íslykil eða rafræn skilríki sækir þú um á island.is.
Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.vr.is eða með því að hringja á skrifstofu félagsins í síma 510 1700.
Lista yfir frambjóðendur má sjá á vef VR hér.
Kjörstjórn VR.