Almennar fréttir - 24.03.2025
Kosningar í Öldungaráð - kynning frambjóðenda
Kosið verður í Öldungaráð VR dagana 31. mars til 3. apríl en kosið er í ráðið annað hvert ár. Kjósa á þrjá fulltrúa og á allt félagsfólk 65 ára og eldra atkvæðisrétt. Auglýst var eftir framboðum og rann fresturinn út þann 20. mars. Alls buðu sig fram 11 einstaklingar.
Sjá hér kynningu á frambjóðendum og nánar um kosningarnar.
Kosningarnar hefjast kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 31. mars 2025 og þeim lýkur kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 3. apríl 2025. Samkvæmt starfsreglum ráðsins sitja 6 aðilar í ráðinu, stjórn VR skipar þrjá en félagsfólk 65 ára og eldra kýs þrjá, eins og fram kemur að ofan. Leitast skal við að í ráðinu sé jöfn kynjaskipting.
Aðgangur að rafrænum atkvæðaseðli verður sendur í tölvupósti til kosningabærra félaga í VR sama dag og kosningar hefjast. Hægt er að skrá netfang á Mínum síðum á vef VR.