Ung1

Almennar fréttir - 17.05.2024

Kosning í Ungliðaráð VR

Kosning þriggja fulltrúa í Ungliðaráð VR stendur frá kl. 12:00 á hádegi þriðjudaginn 21. maí til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 24. maí 2024. Samkvæmt starfsreglum ráðsins sitja 6 aðilar í ráðinu, stjórn VR skipar þrjá en félagsfólk á aldrinum 16 – 35 ára kýs þrjá.

Auglýst var eftir framboðum og rann framboðsfrestur út þann 16. maí. Alls buðu sig fram 15. Jöfn kynjaskipting skal vera í ráðinu. Þar sem stjórn VR hefur skipað tvo karla og eina konu í ráðið og er nú kosið um einn karl og tvær konur. Allt félagsfólk í VR á aldrinum 16 til 35 ára getur tekið þátt í kosningunum.

Aðgangur að rafrænum atkvæðaseðli verður sendur í tölvupósti til kosningabærra félaga sama dag og kosningar hefjast. Hægt er að skrá netfang á Mínum síðum á vef VR.

Smelltu hér til að kynna þér frambjóðendurna.