Almennar fréttir - 31.03.2025
Kosning í Öldungaráð VR hafin
Kosning þriggja fulltrúa í Öldungaráð VR er hafin og stendur frá kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 31. mars til kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 3. apríl 2025. Samkvæmt starfsreglum ráðsins sitja 6 aðilar í ráðinu, stjórn VR skipar þrjá en félagsfólk 65 ára og eldra kýs þrjá.
Auglýst var eftir framboðum og rann framboðsfrestur út þann 20. mars. Alls buðu sig fram ellefu einstaklingar. Allt félagsfólk í VR 65 ára og eldra getur tekið þátt í kosningunum.
Aðgangur að rafrænum atkvæðaseðli hefur verið sendur til kosningabærra félaga með skráð netföng hjá VR. Félagsfólki sem ekki fær sendan aðgang að rafrænum atkvæðaseðli en telur sig eiga rétt á að kjósa, er bent á að senda erindi þess efnis til oldungarad@vr.is.