Vr Fanar Kringlan 2

Almennar fréttir - 18.03.2025

Kjarasamningur við Elkem felldur

Kjarasamningur VR og annarra stéttarfélaga starfsfólks hjá Elkem Ísland var felldur í sameiginlegri atkvæðagreiðslu félaganna sem lauk á hádegi þriðjudaginn 18. mars. Nei sögðu 58,12% og já sögðu 38,46% Um 3% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá var 151 og kosningaþátttaka var 77,5%. Stéttarfélögin munu ræða saman um næstu skref.