Vr Fanar 1

Almennar fréttir - 23.04.2025

Kjarasamningar við Norðurál og Elkem samþykktir

Atkvæðagreiðslu um kjarasamninga VR og annarra stéttarfélaga starfsfólks hjá Norðurál og Elkem Ísland lauk á hádegi þriðjudaginn 22. apríl. Samningarnir voru undirritaðir dagana 10. og 11. apríl sl. Báðir samningar voru samþykktir með miklum meirihluta greiddra atkvæða og voru niðurstöðurnar sem hér segir:

Kjarasamningur við Elkem:

104 sögðu já eða 80,62%.
19 sögðu nei eða 14,73%.
6 tóku ekki afstöðu eða 4,65%.

Á kjörskrá var 151, atkvæði greiddu 129 og var kjörsókn 85,43%.

Kjarasamningur við Norðurál:

366 sögðu já eða 72,76%.
121 sagði nei eða 24,06%.
16 tóku ekki afstöðu eða 3,18%.

Á kjörskrá voru 684, alls greiddu 503 atkvæði og var kjörsókn 73,54%.