Almennar fréttir - 21.03.2024
Kjarasamningar samþykktir
Niðurstöður í atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks VR um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda liggja nú fyrir.
Kjarasamningur VR við SA var samþykktur með 78,56% atkvæða í kosningu sem lauk á hádegi í dag, en já sögðu 5485 VR félagar og nei sögðu 1325 eða 18,98%. Þau sem tóku ekki afstöðu voru 172 eða 2,46%. Á kjörskrá um samning VR og SA voru 39.639 VR félagar og greiddu 6982 atkvæði, og var kjörsókn því 17,61%.
Kjarasamningur VR við FA var samþykktur með 80,12% atkvæða, en já sögðu 262 VR félagar og nei 60, eða 18,35%. Þau sem tóku ekki afstöðu voru 5 eða 1,53%. Á kjörskrá um samning VR og FA voru 1242 VR félagar og greiddu atkvæði 327, og var kjörsókn því 26,33%.
Atkvæðagreiðsla um samningana var rafræn á vr.is og stóð yfir dagana 18.- 21. mars 2024.