Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
vr_logo-2.jpg

Almennar fréttir - 29.06.2018

Kjararáð ósnertanlegt - máli VR vísað frá

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag, þann 29. júní 2018, frá máli sem VR, ásamt Jóni Þór Ólafssyni alþingismanni, höfðaði vegna ákvörðunar kjararáðs frá október 2016 um hækkun á þingfarakaupi alþingismanna og launakjörum ráðherra. Í stefnunni var þess krafist að ákvörðun kjararáðs yrði ógilt með dómi.

Í úrskurðinum er því haldið fram að stefnendur málsins hafi ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Slíkar röksemdir hljóta að teljast ansi langsóttar ef alþingismaður, sem í umboði landsmanna situr á Alþingi, og stærsta stéttarfélag landsins, hafi ekki hagsmuna að gæta gagnvart sínum umbjóðendum.

Úrskurðurinn er að mati VR vonbrigði og knýr fram ákveðnar réttarfarslegar spurningar um hver ábyrgð dómstóla gagnvart kjararáði sé, og ef dómstólar hafi ekki ákvörðunarvald gagnvart kjararáði, hver gegnir þá slíku hlutverki? Er kjararáð ósnertanlegt?

Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér.